Snæsól Barnavörur

Snæsól er lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í barnavörum. Verslunin opnaði þann 12. janúar 2022. Stofnendur fyrirtækisins eru hjónin Harpa og Grímur en saman eiga þau tvær yndislegar stelpur, Snædísi og Sóldísi, sem verslunin er nefnd í höfuðið á.

Markmið okkar er veita íslenskum foreldrum þægilegar og skemmtilegar vörur á hagstæðu verði, ásamt góðri þjónustu. Þetta getum við sem lítið og öflugt fjölskyldufyrirtæki. Verslunin er einungis á netinu og sparar þannig kostnað leigugjalda og mönnun starfsmanna í verslun. Þetta verður til þess að verðlagning vörunnar verður lægri og skilar sér þannig í betri kjörum til viðskiptavina. Með litlu fyrirtæki verður einnig flækjustig minna sem leiðir til betri þjónustu fyrir viðskiptavini, en við viljum endilega heyra allt það sem þú hefur um okkur að segja, allt það sem við gerum rétt og allt það sem má betur fara!

Verslunin opnar með lítið en skemmtilegt úrval af fötum. Við vonumst til þess að bæta við fleiri fjölbreyttum og skemmtilegum vörum á hagstæðu verði sem munu gagnast börnum og foreldrum. Við þökkum fyrir góðar viðtökur og hlakkar til þess að fá að vaxa og dafna með litlu gleðigjöfunum!